Vinnumarkaður - 

20. febrúar 2015

Ísland líti til annarra ríkja

Kjarasamningar

Kjarasamningar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ísland líti til annarra ríkja

Litlar launahækkanir í Danmörku skila sér í auknum kaupmætti í lítilli verðbólgu. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag. „Hóflegar launahækkanir hafa verið stefnan í Danmörku á undanförnum árum. Í fyrra tóku gildi kjarasamningar sem gengu út frá tæplega 5,5% hækkun á þremur árum, sem þýðir um 1,7-1,8% hækkun á ári,“ segir Henning Gade, forstöðumaður hjá Dansk Arbejdsgiverforening, dönskum samtökum atvinnulífsins. Hann segir að í Danmörku sé lögð áhersla á að kjarasamningar grafi ekki undan samkeppnishæfni þjóðarinnar.

Litlar launahækkanir í Danmörku skila sér í auknum kaupmætti í lítilli verðbólgu. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag. „Hóflegar launahækkanir hafa verið stefnan í Danmörku á undanförnum árum. Í fyrra tóku gildi kjarasamningar sem gengu út frá tæplega 5,5% hækkun á þremur árum, sem þýðir um 1,7-1,8% hækkun á ári,“ segir Henning Gade, forstöðumaður hjá Dansk Arbejdsgiverforening, dönskum samtökum atvinnulífsins. Hann segir að í Danmörku sé lögð áhersla á að kjarasamningar grafi ekki undan samkeppnishæfni þjóðarinnar.

Gade var staddur hér á landi til að halda erindi um breytt starfsnám í Danmörku á menntadegi atvinnulífsins sem haldinn var í gær á vegum samtaka í atvinnulífinu. Hann segist hissa þegar hann heyrir talað um kröfur um 20-30% hækkun launa.

„Í Danmörku hefur verið lítil verðbólga síðastliðið ár. Í janúar varð verðbólga í kringum 0% og á stórum hluta síðasta árs var hún um 0,5%. Það þýðir að þótt launahækkanir hafi verið litlar, aðeins í kringum 1,4% að meðaltali, hefur kaupmáttur aukist töluvert,“ segir Gade.

Aðspurður hvort samningaviðræður í Danmörku hafi verið harðar segir hann svo ekki vera. „Laun hafa hækkað um 1,4% frá því á síðasta ári, sem er ansi lítið. Verkalýðsfélögin samþykktu svo litlar hækkanir vegna þess að þeim var umhugað um að Danmörk yrði samkeppnishæf á alþjóðavettvangi. Samningaviðræður, bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera, gengu vel og voru samningar samþykktir með miklum meirihluta,“ segir Gade.

Hann segir launakerfið í Danmörku þó sveigjanlegra en hið íslenska. „Launaþróunin í Danmörku á sér stað að mestu leyti hjá fyrirtækjunum. Hjá 70% af launþegum í Danmörku á yfir 80% af launaþróuninni sér stað hjá fyrirtækjunum. Í kjarasamningunum er mælt fyrir um menntun, frídaga og vaktafyrirkomulag og fleira slíkt en fyrirtækin hafa sjálf svigrúm til að stjórna launaþróuninni. Þannig hafa þau sjálf meira olnbogarými til að hækka laun þegar vel gengur eða lækka þegar kreppir að. Þetta kemur sér líka sérstaklega vel fyrir minni fyrirtæki,“ segir Gade.

Aðspurður segir Gade ekki tjá sig með beinum hætti um ástandið á vinnumarkaði á Íslandi. Hann bendir Íslendingum þó á að skoða launaþróun í samhengi við önnur lönd. „Ég get ekki sagt til um hvort 20-30% launahækkanir séu of mikið eða of lítið. Það verður hins vegar að skoða kjarasamninga í samhengi við önnur lönd. Hækkanir í Danmörku og einnig í Þýskalandi eru bersýnilega mun lægri en það sem er krafist hér.“

Samtök atvinnulífsins