Vinnumarkaður - 

31. maí 2005

Ísland í fremstu röð á sviði jafnréttismála

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ísland í fremstu röð á sviði jafnréttismála

Í nýjasta hefti vikuritsins Economist er birt fróðlegt yfirlit yfir árangur þjóða á sviði jafnréttismála. Yfirlitið byggir á úttekt Alþjóða efnahagsstofnunarinnar (World Economic Forum - WEF) en samkvæmt henni er Ísland í þriðja sæti af 58 löndum sem skoðuð voru, þar sem jafnrétti kynjanna er mest. Skoðað var hversu vel hagkerfi þjóða heimsins nýta krafta kvenna og var horft til atvinnutækifæra þeirra, launa, heilsugæslu, menntunar og hversu mikinn hljómgrunn sjónarmið kvenna eiga á hinum pólitíska vettvangi.

Í nýjasta hefti vikuritsins Economist er birt fróðlegt yfirlit yfir árangur þjóða á sviði jafnréttismála. Yfirlitið byggir á úttekt Alþjóða efnahagsstofnunarinnar (World Economic Forum - WEF) en samkvæmt henni er Ísland í þriðja sæti af 58 löndum sem skoðuð voru, þar sem jafnrétti kynjanna er mest. Skoðað var hversu vel hagkerfi þjóða heimsins nýta krafta kvenna og var horft til atvinnutækifæra þeirra, launa, heilsugæslu, menntunar og hversu mikinn hljómgrunn sjónarmið kvenna eiga á hinum pólitíska vettvangi.

Samkvæmt úttekt  WEF er framlag kvenna til hagkerfa heimsins mest á Norðurlöndunum, mest í Svíþjóð, Noregur er í öðru sæti og Ísland er í því þriðja. Danmörk og Kanada fylgja síðan í kjölfarið. Fyrir algjört jafnrétti kynjanna á árinu 2004 var gefið gildið 7, en löndin í þremur efstu sætunum mældust á bilinu 5-6.

Samtök atvinnulífsins