Ísland í dag: Alvarleg staða atvinnumála - breytinga þörf

Í ítarlegri umfjöllun Ísland í dag á Stöð 2 þann 1. nóvember var fjallað um alvarlega stöðu atvinnumála á Íslandi og leiðir til þess að koma hlutunum á hreyfingu á nýjan leik. Niðurstöður nýlegrar könnunar Capacent meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins var höfð til hliðsjónar en samkvæmt henni telja 80% stjórnenda aðstæður vera slæmar en enginn telur þær góðar. Miðað við niðurstöður könnunarinnar er erfiður vetur framundan ef ekki rætist fljótlega úr málum.

Rætt var við fjölda stjórnenda í atvinnulífinu um stöðuna og leiðir út úr henni, m.a. Vilhjálm Egilsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Vilhjálmur segir að svo virðist sem ríkisstjórnin og einstaka ráðherrar vilji oft tefja mál og standa í vegi fyrir framkvæmdum og fjárfestingu í atvinnulífinu. Ekki hafi tekist að koma því af stað sem til þurfi svo atvinnulífið komist almennilega af stað á nýjan leik. T.a.m. byggingu álvers í Helguvík sem sé þegar hafin og einnig megi nefna að komnar séu túrbínur til landsins sem bíði þess að vera teknar í notkun t.d. í Reykjanesvirkjun.

Hægt er að horfa á umfjöllun Ísland í dag á vef Vísis:

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ HORFA

Tengt efni:

Niðurstöður könnunar Capacent meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins í október 2010