Samkeppnishæfni - 

05. desember 2006

Ísland hefur mikilvæg skilaboð að færa umheiminum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ísland hefur mikilvæg skilaboð að færa umheiminum

Áætlað er að eftirspurn eftir orku muni aukast á heimsvísu um 60% milli áranna 2002 og 2030 og að tveir þriðju hlutar aukningarinnar muni koma frá þróunarlöndum. Að óbreyttu má reikna með óbreyttum meðaltalsútblæstri gróðurhúsalofttegunda frá orkuvinnslunni. Þetta kom fram í erindi Dr. Nick Campbell, formanns umhverfisnefndar Evrópusamtaka atvinnulífsins (UNICE) á fundi Samtaka atvinnulífsins um loftslagsmál og atvinnulífið á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn var hluti af fundaröð SA um umhverfismál sem hófst í haust. Campbell fjallaði um ýmsar leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, m.a. aukna áherslu á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, áherslu á tækniþróun, sveigjanleika og markaðslausna. Með sveigjanleika á Campbell við að ávallt verði að vera hægt að taka tillit til þeirrar þróunar sem verður, ekki síst á sviði vísinda og nýrrar tækni.

Áætlað er að eftirspurn eftir orku muni aukast á heimsvísu um 60% milli áranna 2002 og 2030 og að tveir þriðju hlutar aukningarinnar muni koma frá þróunarlöndum. Að óbreyttu má reikna með óbreyttum meðaltalsútblæstri gróðurhúsalofttegunda frá orkuvinnslunni. Þetta kom fram í erindi Dr. Nick Campbell, formanns umhverfisnefndar Evrópusamtaka atvinnulífsins (UNICE) á fundi Samtaka atvinnulífsins um loftslagsmál og atvinnulífið á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn var hluti af fundaröð SA um umhverfismál sem hófst í haust. Campbell fjallaði um ýmsar leiðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, m.a. aukna áherslu á nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, áherslu á tækniþróun, sveigjanleika og markaðslausna. Með sveigjanleika á Campbell við að ávallt verði að vera hægt að taka tillit til þeirrar þróunar sem verður, ekki síst á sviði vísinda og nýrrar tækni.

5. des - Nick Campbell

Markaðslausnir og stöðugleika

Campbell lagði áherslu á að baráttan gegn loftslagsbreytingum væri áskorun til langs tíma sem krefðist þátttöku heimsbyggðarinnar allrar og sagði Evrópusambandið ekki geta mætt þessari áskorun eitt síns liðs. Byggja þyrfti upp hnattrænt markaðskerfi með losunarheimildir til langs tíma svo að t.d. fyrirtæki yrðu viljugri til að leggja út í þær fjárfestingar sem til þyrfti í nýrri tækni og að ESB væri of lítið eitt og sér til að geta staðið undir nauðsynlegum fjárfestingum í rannsóknum og nýsköpun og nægjanlega öflugu markaðskerfi. Þá sagði Campbell verkefnið engan veginn einskorðast við atvinnulífið, t.d. yrðu heimilin og aðrir einnig að taka þátt. Hann sagði þá fullyrðingu að atvinnulífið væri ekkert að gera í þessum efnum vera víðs fjarri raunveruleikanum, það væri nær lagi að frumkvæði væri einungis að finna í atvinnulífinu og fjallaði hann um þann árangur sem m.a. hefur náðst í evrópsku atvinnulífi í þessum efnum.

5. des - Úr sal 3

Ísland í einstakri stöðu

Aðspurður sagði Dr. Nick Campbell Ísland vera í mjög sérstakri stöðu með svo gríðarlega hátt hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa. Baráttan fyrir samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda beinist víðast hvar ekki síst að orkuvinnslunni sjálfri. Hér er hún að mestu endurnýjanleg og Ísland því í einstakri stöðu. Ísland hefði einnig mjög mikilvæg skilaboð að færa umheiminum um þau tækifæri sem liggja í nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa, ekki síst á sviði jarðhita.

Sjá erindi Dr. Nick Campbell (PPT-skjal).

Samtök atvinnulífsins