Ingimundur Sigurpálsson kjörinn formaður SA

Á aðalfundi SA var tilkynnt um niðurstöðu úr beinni póstkosningu formanns samtakanna. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Eimskipafélags Íslands, hlaut 97% greiddra atkvæða og er því réttkjörinn formaður SA starfsárið 2003 til 2004. Hann tekur við af Finni Geirssyni, sem gegnt hefur formennsku frá stofnun SA í september 1999 en gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Kosningaþátttaka var 54%.