Icesave já eða nei: Áhrif á efnahagsþróun

Þriðjudaginn 5. apríl standa Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Félag atvinnurekenda og Samtök iðnaðarins fyrir opnum fundi um Icesave þjóðaratkvæðagreiðsluna og áhrif niðurstaðna hennar á efnahagsþróun. Fundurinn hefst kl. 16:00 og lýkur um 17:30, en aðgangur er án endurgjalds. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica.

Á fundinum taka til máls:

  • Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður og fulltrúi samninganefndar Íslands

  • Dóra Sif Tynes, lögmaður og fulltrúi Áfram hreyfingarinnar

  • Jón Helgi Egilsson, verkfræðingur og fulltrúi Advice hreyfingarinnar

  • Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík

  • Ragnar Árnason, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands

  • Gylfi Zoega, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands

Auk ofangreindra verður Guðmundur Björnsson verkfræðingur hjá GAMMA í pallborði.

Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica.

Skráning á fundinn er á vef Viðskiptaráðs