Icelandair fékk Starfsmenntaverðlaunin 2007

Starfmenntaverðlaunin voru afhent í áttunda sinn nýverið og fékk Icelandair verðlaunin í flokki fyrirtækja og félagasamtaka. Icelandair fékk verðlaunin fyrir þá áherslu sem lögð er á þjálfun og símenntun starfsmanna svo hæfileikar þeirra njóti sín sem best en fyrirtækið lítur á þekkingu og öfluga þjálfun sem samkeppnisforskot til framtíðar. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum fékk verðlaunin í flokki fræðsluaðila fyrir öflugt starf og Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi  formaður starfsmannafélagsins Sóknar og fyrrverandi varaformaður Eflingar, fékk verðlaunin í opnum flokki fyrir margvíslegt frumkvæði í starfsmenntamálum. Sjá nánar á vef Starfsmenntaráðs