Í upphafi aðalfundavertíðar

Fjöldi aðalfunda er nú framundan í atvinnulífinu og af því tilefni efna Samtök fjárfesta til morgunfundar um efnið, fimmtudaginn 3. mars kl. 8-10 á Hótel Sögu. Frummælendur verða, Páll Harðarson forstjóri Kauphallarinnar NASDAQ OMX á Íslandi sem fjallar um vilja Kauphallarinnar. Þórarinn Þórarinsson, hrl. sem fjallar um löggjöf og réttarfar fyrir fjárfesta og Vilhjálmur Bjarnason, framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta, sem fjallar um vilja fjárfesta.

Allir eru velkomnir á fundinn sem fer fram í salnum Harvard á Hótel Sögu.

Sjá nánar á www.hluthafar.is