Vinnumarkaður - 

03. október 2002

Hvenær er starfsmaður veikur?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hvenær er starfsmaður veikur?

Starfsmenn sem tilkynna veikindaforföll verða að upplýsa vinnuveitanda sinn um hvaða verkefnum þeir geti sinnt og hverjum ekki vegna veikindanna, að höfðu samráði við lækni. Þetta er efni þríhliða samkomulags ríkis og aðila vinnumarkaðar í Noregi sem nýverið gekk í gildi. Tilgangur samkomulagsins er að draga úr veikindafjarvistum, en miklar veikindafjarvistir frá vinnu eru mikið áhyggjuefni víða á Norðurlöndunum, líkt og fjallað var um nýlega á vef SA. Geti starfsmaður innt tiltekin verkefni af hendi er t.d. mögulegt að hann vinni hluta úr degi að slíkum verkefnum, í stað fjarveru allan daginn.

Starfsmenn sem tilkynna veikindaforföll verða að upplýsa vinnuveitanda sinn um hvaða verkefnum þeir geti sinnt og hverjum ekki vegna veikindanna, að höfðu samráði við lækni. Þetta er efni þríhliða samkomulags ríkis og aðila vinnumarkaðar í Noregi sem nýverið gekk í gildi. Tilgangur samkomulagsins er að draga úr veikindafjarvistum, en miklar veikindafjarvistir frá vinnu eru mikið áhyggjuefni víða á Norðurlöndunum, líkt og fjallað var um nýlega á vef SA. Geti starfsmaður innt tiltekin verkefni af hendi er t.d. mögulegt að hann vinni hluta úr degi að slíkum verkefnum, í stað fjarveru allan daginn.

Forsenda gildra veikindaforfalla
Samkvæmt nýju reglunum tekur tilkynning um veikindaforföll ekki gildi fyrr en viðkomandi starfsmaður hefur ráðfært sig við lækni um hvort hann geti t.d. innt afmörkuð verkefni af hendi. Fái fyrirtækið ekki slíkar upplýsingar ber því ekki skylda til að inna af hendi greiðslu vegna veikindadaga. Á móti skuldbinda fyrirtæki sig til þess, í samstarfi við hið opinbera, að aðstoða starfsmenn sem vegna veikinda geta ekki áfram sinnt núverandi starfi, með framlögum til endurmenntunar eða þjálfunar til að gegna öðru starfi.

Fleira fólk á vinnumarkaðinn
Auk þess að draga úr gríðarlegum veikindafjarvistum á norskum vinnumarkaði er almennt markmið samkomulagsins það að fá fleira fólk með takmarkaða starfsgetu út á vinnumarkaðinn.

Sjá samninginn á heimasíðu NHO, norsku samtaka atvinnulífsins (pdf-skjal).

Samtök atvinnulífsins