Vinnumarkaður - 

03. Maí 2016

Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent í þriðja sinn

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent í þriðja sinn

Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í þriðja sinn þann 25. maí næstkomandi á morgunfundinum Er pláss fyrir jafnrétti í nýsköpun? Fundurinn verður haldinn í Háskóla Reykjavíkur og hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 10. Að verðlaununum standa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð. Hægt er að tilefna fyrirtæki til mánudagsins 9.maí.

Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í þriðja sinn þann 25. maí næstkomandi á morgunfundinum Er pláss fyrir jafnrétti í nýsköpun? Fundurinn verður haldinn  í Háskóla Reykjavíkur og hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 10. Að verðlaununum standa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð. Hægt er að tilefna fyrirtæki til mánudagsins 9.maí.

undefined

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mun afhenda verðlaunin. Markmiðið með þeim er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Orkuveita Reykjavíkur og Rio Tinto Alcan hafa áður hlotið Hvatningarverðlaun jafnréttismála.

Leitað er eftir tilnefningum fyrirtækja sem leggja áherslu á neðangreinda þætti í sinni starfsemi:

 • Tekið er mið af jafnréttismálum í allri stefnumótun fyrirtækisins.
 • Jafnrétti kynjanna er í hávegum haft í innri og ytri samskiptum fyrirtækisins.
 • Jöfn hlutföll kynjanna í stjórn, stjórnendastöður og aðrar almennar stöður.
 • Auknum möguleikum beggja kynja til  starfsframa.
 • Jöfnum launum kynjanna.
 • Aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið.

Sérstaklega er leitað að fyrirtækjum sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:

 • Stefna fyrirtækis í jafnréttismálum hefur skýran tilgang og markmið.
 • Jafnrétti hefur fest rætur og sýnt er fram á varanleika.
 • Vakin er athygli á rekstrarlegum ávinningi af jafnrétti.
 • Jafnréttissýnin er hvetjandi fyrir önnur fyrirtæki.
 • Sýnt frumkvæði og nýsköpun sem stuðlar að auknu jafnrétti kynjanna.

Tilnefningar skulu sendar rafrænt með því að fylla út eyðublað á unwomen.is fyrir 9. maí 2016:

Smelltu hér til að tilnefna fyrirtæki til Hvatningarverðlauna jafnréttismála

 

Samtök atvinnulífsins