Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2017 - óskað eftir tilnefningum

Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í fjórða sinn þriðjudaginn 26. september í Hátíðarsal Háskóla Íslands á spennandi morgunfundi um jafnréttismál kl. 8.30-10. Þar verður bent á hagnýtar leiðir til að auka jafnrétti á vinnustöðum.

DAGSKRÁ

Jafnrétti hjá Íslandsbanka
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sem fékk Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2016

„Úr viðjum vanans – Eru fortíðardraugar sjávarútvegs að byrgja sýn?“
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS  

„Ára (kynja)jafnréttis og aðrar óáþreifanlegar hindranir á íslenskum vinnumarkaði“
Gyða Margrét Pétursdóttir, doktor í kynjafræði og dósent við Háskóla Íslands.

Ahending Hvatningarverðlauna jafnréttismála
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra

Fundarstjóri
Daði Már Kristófersson, forstöðumaður Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands.

Að verðlaununum standa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð. Markmiðið með þeim er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. 

Hægt er að tilnefna fyrirtæki til verðlaunanna á vef UN Women til 19. september.

Íslandsbanki, Orkuveita Reykjavíkur og Rio Tinto Alcan hafa áður hlotið verðlaunin. Myndin hér að ofan er frá afhendingu verðlaunanna 2016.

Skráning