Hvaða úrræði hafa íslensk stjórnvöld í efnahagsmálum?

Robert Aliber, prófessor við Chicago háskóla, heldur fyrirlestur í Háskóla Íslands mánudaginn 5. maí. Í fyrirlestrinum mun Aliber kynna ritgerð sem hann hefur nýlokið við um þróun alþjóðafjármála, eignaverðbólur og ójafnvægi í viðskiptum á milli landa. Í ritgerðinni er sérstaklega fjallað um áhrif þessarar þróunar á íslenskt efnahagslíf, sérkenni íslenska hagkerfisins og það hvaða möguleg úrræði íslensk stjórnvöld hafa um þessar mundir.

Robert Aliber er prófessor emeritus í alþjóðahagfræði og fjármálum við viðskiptaháskólann í Chicago. Aðgangur er ókeypis. Stuðningsaðilar eru Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og viðskiptaráðuneytið.

Stund og staður:

Mánudagur 5. maí, kl. 12:00-13.30

Háskólatorg, Háskóla Íslands, stofa HT 105

Nánar um Robert Aliber (á ensku) PDF