Hvað hefði Jón forseti sagt um ESB og Icesave?

Samtök atvinnulífsins efna til málþings í dag í Hofi á Akureyri um Jón forseta og sýn hans atvinnulífið. Hvað hefði Jón t.d. ráðlagt Íslendingum að gera varðandi ESB og Icesave? Hvað geta leiðtogar samtímans lært af Jóni? Hver er staða okkar í dag í ljósi baráttu Jóns fyrir fullveldi og viðskiptafrelsi? Hvaða hugmyndir og áhrif hafði Jón á atvinnuuppbyggingu? Þetta eru allt spurningar sem leitað verður svara við í dag. Málþingið er öllum opið en það hefst kl. 14 og lýkur 16.30, vinsamlegast skráið þáttöku hér á vef SA.

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, Þorsteinn Pálsson fv. ráðherra, Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfræðingur og Sigríður Á. Snævarr sendiherra flytja erindi.

Rætt var við Þorstein Pálsson í þættinum Reykjavík síðdegis í gær um málþingið - hlusta má á viðtalið á vef Vísis hér að neðan.

SMELLTU TIL AÐ HLUSTA

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU