Hvað getur atvinnulífið lært af Jóni Sigurðssyni?

Í tilefni þess að á árinu verða 200 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar forseta efna Samtök atvinnulífsins til málþings í Hofi á Akureyri um Jón og sýn hans á atvinnulífið. Fjórir fyrirlesarar fjalla um áhrif Jóns Sigurðssonar á atvinnulífið í fortíð, nútíð og framtíð. Sigríður Á. Snævarr sendiherra, mun m.a. fjalla um hvað leiðtogar samtímans geti lært af Jóni og Þorsteinn Pálsson fv. ráðherra, mun fjalla um nútímann í ljósi baráttu Jóns fyrir fullveldi og viðskiptafrelsi.

Þá mun Guðjón Friðriksson sagnfræðingur, fjalla um Jón og liberalismann og Guðfinna Hreiðarsdóttir sagnfræðingur, fjalla um áhrif Jóns á atvinnuuppbyggingu á Vestfjörðum.

Formaður Samtaka atvinnulífsins, Vilmundur Jósefsson, setur málþingið en Sólveig Pétursdóttir, formaður 200 ára afmælisnefndar Jóns Sigurðssonar, flytur lokaorð.

Málþingið fer fram í menningarhúsinu Hofi á Akureyri, föstudaginn 25. mars kl. 14.00-16.30.

Menningarhúsið Hof á Akureyri

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU