Hvað er samfélagsábyrgð fyrirtækja?

Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja og Samtök atvinnulífsins efna til morgunverðarfundar miðvikudaginn 15. febrúar næstkomandi á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Fjallað verður um samfélagsábyrgð fyrirtækja út frá sjónarhorni fræðimannsins, fyrirtækja og neytenda. Róbert H. Haraldsson prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, Anna Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans og stjórnarformaður Festu, Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar og Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri Neytendablaðsins flytja erindi. Að þeim loknum fara fram pallborðsumræður.

Regína Ásvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Festu, stýrir fundi sem fer fram í þingsal Hótel Natura.

Dagskrá:

8.15 - 8.30           Húsið opnar, skráning og morgunverðarhlaðborð

8.30 - 9.00           Samfélagsábyrgð fyrirtækja. Hræsni eða heilindi?
                               Róbert H. Haraldsson prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands.


9.00 - 9.15           Síminn og samfélagsábyrgð. 
                               Anna Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri tæknisviðs Símans 
                              og stjórnarformaður Festu.


9.15 -  9.30          Samfélagsábyrgð Landsvirkjunar og áskoranir við innleiðingu. 
                               Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.


9.30 - 9.45           Siðræn neysla - hin hliðin á sama pening. 
                               Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri Neytendablaðsins.


9.45 - 10.00         Pallborðsumræður með þátttöku fyrirlesara.

Þátttökugjald er kr. 2500 og er morgunverður innifalinn. Aðildarfélagar og háskólanemar greiða kr. 1.500.


Vinsamlega tilkynnið skráningu á netfangið festa@ru.is

Auglýsing um fundinn (PDF) 

Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð var hóf starfsemi  í október síðastliðnum. Markmiðið með starfsemi Festu er að efla þekkingu á málefnum tengdum samfélagsábyrgð fyrirtækja. Stofnaðilar Festu eru Landsbankinn, Íslandsbanki, Síminn, Landsvirkjun, Alcan á Íslandi og Össur. Festa er með aðstöðu í Háskólanum í Reykjavík.

Samtök atvinnulífsins eru tengiliður á Íslandi við Global Compact - sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð.