Hvað eiga Baltasar Kormákur og Hrefna Sætran sameiginlegt?

Svarið er einfalt. Þau eru bæði viðmælendur í nýju tímariti Samtaka atvinnulífsins sem kemur út á síðasta degi janúarmánaðar auk fjölda annarra þátttakenda í íslensku atvinnulífi. Fyrstu eintökum tímaritsins verður dreift á opnum morgunverðarfundi SA í Hörpu, fimmtudaginn 31. janúar auk þess sem tímaritinu verður dreift til allra aðildarfyrirtækja SA þar sem starfa um 50.000 starfsmenn.

Út um allt Ísland er fólk að skapa verðmæti sem leggja grunn að lífskjörum þjóðarinnar. Tækifærin sem blasa við til að gera enn betur eru fjölbreytt - það er okkar að nýta þau. 

Skráðu þig á morgunverðarfund SA og tryggðu þér eintak