Húsleit hjá Samtökum atvinnulífsins

Starfsmenn sérstaks saksóknara gerðu í dag húsleit á starfsstöð Þórs Sigfússonar, formanns SA, á skrifstofu samtakanna, en Þór hefur haft þar starfsaðstöðu í nokkrar undanfarnar vikur.  Leitað var að gögnum sem tengjast fyrri störfum Þórs hjá Sjóvá en sérstakur saksóknari hefur í dag látið leita víðar að gögnum um fjárfestingastarfsemi fyrirtækisins á undanförnum árum.  Þór er leitarþoli í þessu tilviki en réttarstaða hans í málinu hefur ekki verið skilgreind að öðru leyti. Þór er nú í sumarfríi og tekur ekki þátt í störfum SA á meðan.  Vonast er til að þegar Þór kemur úr fríi undir lok mánaðarins liggi réttarstaða hans í málinu fyrir.