Hugsað stórt í Brussel

Evrópusamtök atvinnulífsins, BUSINESSEUROPE, efna til ráðstefnu í Brussel miðvikudaginn 21. nóvember undir yfirskriftinni thinking BIG! Þar verður sjónum beint að því hvernig hægt sé að auðvelda fyrirtækjum í Evrópu að vaxa og dafna svo þau geti tekið þátt í viðskiptum á alþjóðavettvangi af fullum krafti. Ráðstefnan er opin fulltrúum fyrirtækja, samtaka atvinnulífsins í Evrópu, stjórnmálamönnum og fjölmiðlum. Fjölbreytt og áhugaverð dagskrá er í boði fyrir þá sem hugsa stórt, en nánari upplýsingar um ráðstefnuna og skráning fer fram á vef BUSINESSEUROPE.