Efnahagsmál - 

06. desember 2010

Hröð úrlausn á skuldavanda heimila og fyrirtækja mikilvæg

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hröð úrlausn á skuldavanda heimila og fyrirtækja mikilvæg

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir jákvætt að niðurstaða sé fengin varðandi aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Mikilvægt sé að unnið verði hratt úr vanda þeirra en einnig verði ráðist hratt í að leysa úr skuldavanda lífvænlegra fyrirtækja eins og boðað hafi verið. Hannes segir að ef endurskipulagning á fjárhag heimila og fyrirtækja gangi vel sé mögulega hægt að sjá fyrir botn hagsveiflunnar og jafnvel viðspyrnu.

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir jákvætt að niðurstaða sé fengin varðandi aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Mikilvægt sé að unnið verði hratt úr vanda þeirra en einnig verði ráðist hratt í að leysa úr skuldavanda lífvænlegra fyrirtækja eins og boðað hafi verið. Hannes segir að ef endurskipulagning á fjárhag heimila og fyrirtækja gangi vel sé mögulega hægt að sjá fyrir botn hagsveiflunnar og jafnvel viðspyrnu.

Rætt var við Hannes í Fréttablaðinu 4. desember þar sem fjallað var ítarlega um málið. Aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna voru kynntar á blaðamannafundi sl. föstudag en ríkisstjórnin, fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir skrifuðu þá undir viljayfirlýsingu um aðgerðir vegna vandans.

Á vef Samtaka fjármálafyrirtækja er fjallað ítarlega um aðgerðirnar en þar segir m.a.:

"Samtök fjármálafyrirtækja telja afar mikilvægt að samkomulag hafi náðst um aðgerðir til að taka á skuldavanda heimilanna. Þrotlaus vinna hefur staðið vikum saman til að finna mögulega lausn sem væri í senn raunhæf fyrir fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði en að sama skapi tæki á vandanum í eitt skipti fyrir öll. Fjármálafyrirtækin hafa þegar um nokkurt skeið boðið upp á margvíslegar aðgerðir til að taka á skuldavanda heimilanna. Þúsundir einstaklinga og fjölskyldur hafa þegar nýtt sér þessi úrræði, sem hefur meðal annars leitt til þess að 22 milljarðar króna hafa verið afskrifaðir af fasteignaveðlánum heimilanna.

Viljayfirlýsingin sem nú hefur verið undirrituð og byggir á samkomulagi fjármálafyrirtækja, ríkisstjórnarinnar og lífeyrissjóðanna tekur til enn frekari aðgerða á þessu sviði. Einstök aðildarfélög SFF munu nú hið allra fyrsta útfæra þessar leiðir og hvetja viðskiptavini sín til að leita til síns lánveitanda um úrlausn sinna mála."

Sjá nánar:

Umfjöllun á vef SFF

Undirrituðu viljayfirlýsinguna má nálgast á vef SFF

Umfjöllun Fréttablaðsins 4. desember 2010

Samtök atvinnulífsins