09. maí 2022

Hringferð SA hófst í Borgarnesi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hringferð SA hófst í Borgarnesi

Samtök atvinnulífsins standa þessa dagana fyrir hringferð um landið þar sem starfsmenn samtakanna hitta félagsmenn á fundum undir yfirskriftinni ,,Fyrirtækin okkar og framtíðin".

Markmið fundanna er fyrst og fremst að kynna þá vinnu sem þegar hefur farið fram í aðdraganda kjarasamninga en um leið að fá innlegg félagsmanna og skoðanir þeirra á því hvaða þættir skipta mestu máli í rekstrarumhverfi þeirra á næstu misserum. Að auki bjóða Samtökin upp á fræðslu þar sem sérfræðingar á vinnumarkaðssviði Samtakanna fara yfir starfsmanna- og kjaramál og aðstoða félagsmenn eftir þörfum.

Fyrsti áfangastaður hringferðarinnar var Borgarnes. Fundurinn fór fram 5. maí sl. í Landnámssetrinu. Hér að neðan má finna nokkrar myndir frá fundinum sem var vel sóttur og afar vel heppnaður. Í þessari viku verða svo fundir á Ísafirði, 10.maí í Edinborgarhúsinu og á Akureyri, 12.maí á Hótel KEA.

Að fundi loknum heimsóttu fulltrúar SA síðan þrjú fyrirtæki á svæðinu, Límtré-Vírnet, Gæðafisk og Elkem.

Samtök atvinnulífsins