Horfðu og hlustaðu: Fjórir stjórnendur segja atvinnuleiðin færa

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2011 fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 7. apríl undir yfirskriftinni Atvinnuleiðin út úr kreppunni. Um 400 stjórnendur úr íslensku atvinnulífi mættu til fundarins en þar fjölluðu m.a. fjórir öflugir stjórnendur um mikilvægi þess að atvinnuleiðin verði farin á Íslandi.

Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology, Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já, Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU verkfræðistofu og Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, stjórnarformaður Íslenskra fjallaleiðsögumanna horfðu til framtíðar og sýndu fram á þau fjölmörgu tækifæri sem eru til staðar ef atvinnulífið fær að blómstra. Hægt er að horfa á erindi þeirra hér á vef SA.

Atvinnuleiðin er fær

Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já.

Guðmundur Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri EFLU verkfræðistofu.

Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, stjórnarformaður Íslenskra fjallaleiðsögumanna.

Förum atvinnuleiðina - hvatning SA!