Hópstefnumót atvinnulífsins á Nordica 10. febrúar

Fjölbreyttur hópur fólks úr atvinnulífinu mun koma saman á Hótel Nordica þann 10. febrúar næstkomandi. Þá efna Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri, Viðskiptaráð Íslands, Leiðtoga-Auður, iðnaðarráðuneytið, efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Creditinfo til morgunverðarfundar þar sem m.a. verður greint frá því hvaða leiðir viðskiptalífið hyggst fara til að fjölga konum í forystusveit atvinnulífsins auk þess sem nýjar tölur Creditinfo um kynjahlutföll í atvinnulífinu verða birtar. Konur og karlar sem koma saman til fundarins greiða aðeins eitt þátttökugjald en til þessa hafa fundir sem fjalla um karla og konur í forystusveit atvinnulífsins einkum verið sóttir af konum.

Skráðu þig núna!

Fundurinn er haldinn til að fylgja eftir samstarfssamningi SA, FKA og VÍ sem undirritaður var 15. maí 2009 um að fjölga konum í forystusveit íslensk atvinnulífs til loka ársins 2013 þannig að hlutur hvors kyns verði ekki undir 40%. Allir stjórnmálaflokkar sem sæti eiga á Alþingi skrifuðu undir samninginn og veita honum stuðning sinn.  

Skráning og morgunverður frá kl.8:00 en formleg dagskrá hefst stundvíslega kl. 8:15 og verður lokið ekki síðar en kl. 10:00.

Sjá nánar:

Frekari upplýsingar um morgunverðarfundinn 10. febrúar

Dagskrá fundarins (PDF)

Smellið hér til að skrá þátttöku