Hönnun á að vera hluti af atvinnulífinu (1)

Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður hefur komið sér vel fyrir úti á Granda og rekur þar hönnunarstúdíó þar sem hún sinnir fjölbreyttum verkefnum. Hún vinnur m.a. fyrir IKEA, fyrirtæki í Suður-Kóreu og íslensk fyrirtæki. Hún telur að atvinnulífið og menntakerfið þurfi að vinna betur saman og segir tækifærin mörg á Íslandi. Hún vill afnema gjaldeyrishöftin sem fyrst þar sem þau hafi skaðleg áhrif á atvinnulífið.

Rætt er við Siggu Heimis í nýju tímariti SA en einnig er hægt að horfa á viðtal við hana í SA-TV hér að neðan. Sigga telur að það þurfi að uppfæra menntakerfið.

Sigga Heimis. Mynd: BIG

Mynd: BIG

"Hönnuðir þurfa að hafa breiðari þekkingu, vita meira og geta meira, og afla sér meiri reynslu innan fyrirtækja. Ég sé það til dæmis að staða mála í dag heldur aftur af okkar íslensku hönnuðum. Ég hef starfað með atvinnulífinu og hönnunarskólum víðs vegar um heiminn og ég sé það á nemendum hvað þeir eru þakklátir fyrir þá þekkingu sem þeir öðlast þegar þeir tengjast fyrirtækjunum. Það er svo margt sem þú skilur betur og opnast fyrir þér þegar þú sérð hvernig hlutirnir virka í atvinnulífinu."

Sigga er bjartsýn á möguleika Íslands sem hönnunarlands ef við höldum rétt á spöðunum.

"Ef við erum dálítið klár í kollinum og sjáum hönnun ekki bara sem einstakt fyrirbæri sem á að halda utan um sem sjálfstæða einingu. Ef við sjáum hönnun sem hluta af hagkerfinu, sjáum hönnun sem hluta af okkar atvinnulífi og erlendu atvinnulífi, þá held ég að við gætum gert alveg frábæra hluti hér á Íslandi."

Horfðu á viðtal SA-TV við Siggu Heimis:

Smelltu hér til að sjá Quick-Time útgáfu

Tengt efni - viðtalið við Siggu Heimis er á bls. 26-27:

Smelltu til að lesa!