Hjálmar Gíslason setur Smáþing 2013

Stofnandi og framkvæmdastjóri DataMarket, Hjálmar Gíslason, mun setja Smáþing sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica, fimmtudaginn 10. október næstkomandi. Þar verður stofnaður nýr vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi undir merkjum Litla Íslands. Hjálmar er þrautreyndur frumkvöðull og hefur komið að stofnun fjölda fyrirtækja og því spennandi að heyra hvað hann hefur fram að færa.

Hjálmar GíslasonMikill áhugi er á Smáþinginu og hafa á annað hundrað þátttakendur boðað komu sína nú þegar. Þingið er öllum opið og er ekkert þátttökugjald. Tilboð er á gistingu á Nordica fyrir þá sem koma utan af landi og vilja gista í borginni yfir nótt.

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA standa að þinginu. Samtökin hvetja alla þá sem láta sig málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja varða til að mæta á Smáþingið og leggja sitt af mörkum til að bæta starfsumhverfið og hitta skemmtilegt fólk úr atvinnulífinu.

Nánari upplýsingar um dagskrá, skráningu og gistingu má nálgast hér að neðan.

Dagskrá Smáþings 2013

Skráning á Smáþing 2013

Hægt er að bóka gistingu á Nordica 10. október með því að senda tölvupóst á reykjavik@icehotels.is , bókunarnúmerið er 120243.