Hið opinbera eða einkaaðilar?

Á Íslandi var einu sinni öll bifreiðaskoðun, ljósvakafjölmiðlun, póst- og símaþjónusta, háskólamenntun og heilbrigðisþjónusta á hendi hins opinbera. Hvernig er staðan nú og hvar liggja tækifærin? Við þessum spurningum verður leitað svara á áhugaverðum morgunverðarfundi SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, fimmtudaginn 28. nóvember kl. 8.30-10.00 á Grand Hótel Reykjavík.

Fjölbreyttur hópur fólks stígur á stokk til að ræða málið út frá ýmsum sjónarhornum. Sólmundur Hólm, útvarpsmaður og eftirherma lítur um öxl. Ásdís Halla Bragadóttir, stjórnarformaður Sinnum og EVU fjallar um hvernig fjölbreytni í heilbrigðisþjónustu eykur gæði og hagkvæmni. Áslaug Hulda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Hjallastefnunnar ræðir um valið og valdið.

Margrét Sanders, framkvæmdastjóri hjá Deloitte mun benda á hvar þjónustufyrirtæki geti leyst hið opinbera af hólmi, og Lárus M. K. Ólafsson, lögfræðingur SVÞ mun fjalla um útvistun hins opinbera á verkefnum.

Fundarstjóri er Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Já

Skráning á svth@svth.is eða í síma 511 3000.

Sjá nánar á vef SVÞ