Efnahagsmál - 

15. september 2003

Heimsviðskiptin misstu af tækifæri í Cancun

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Heimsviðskiptin misstu af tækifæri í Cancun

UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, lýsa yfir miklum vonbrigðum með að fundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Cancun skuli hafa farið út um þúfur. Samtökin segja aðildarríki WTO, ekki síst þróunarríkin, hafa misst af tækifæri til að auka velferð fólks um heim allan. UNICE lýsa áhyggjum af því að þetta geti haft neikvæð áhrif á framtíð WTO og hvetja öll aðildarríki stofnunarinnar til að leggja sitt af mörkum til að framhald verði á Doha-samningalotu WTO um aukið frelsi í viðskiptum. Sjá nánar á fréttavef UNICE.

UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, lýsa yfir miklum vonbrigðum með að fundur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) í Cancun skuli hafa farið út um þúfur. Samtökin segja aðildarríki WTO, ekki síst þróunarríkin, hafa misst af tækifæri til að auka velferð fólks um heim allan. UNICE lýsa áhyggjum af því að þetta geti haft neikvæð áhrif á framtíð WTO og hvetja öll aðildarríki stofnunarinnar til að leggja sitt af mörkum til að framhald verði á Doha-samningalotu WTO um aukið frelsi í viðskiptum. Sjá nánar á fréttavef UNICE.

Samtök atvinnulífsins