Heimsins verðmætasta herðatré?

Hugmyndasamkeppni framhaldsskólanna stendur nú yfir undir yfirskriftinni Snilldarlausnir Marel. Samtök atvinnulífsins eru meðal stuðningsaðila keppninnar en hún gengur út á að þátttakendur eiga að skapa sem mest virði úr einföldum hlut. Árið 2009 reyna þátttakendur að hámarka virði herðatrés en virðið getur verið félagslegt, fjárhagslegt, tilfinningalegt, skemmtilegt, umhverfisvænt eða í raun hvað sem er. Fyrirmynd keppninnar er fengin frá Stanford háskólanum í Bandaríkjunum.

Sjá nánar á vef Snilldarlausna