Samkeppnishæfni - 

31. Oktober 2002

Heildsöluverðlagning á búvöru verði gefin frjáls

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Heildsöluverðlagning á búvöru verði gefin frjáls

Í nýju áliti Samkeppnisráðs segir að verðlagning verðlagsnefndar búvara á mjólk og mjólkurvörum fari gegn markmiðum samkeppnislaga. Eins og rakið er í tilkynningu frá SVÞ-Samtökum verslunar og þjónustu segir í niðurstöðum álitsgerðarinnar að virkri samkeppni stafi veruleg hætta af samráði afurðastöðva í mjólkuriðnaði sem felist í verðtilfærslu og samningum um verkaskiptingu afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Einnig segir að af samningum um verðtilfærslur leiði augljósar beinar hömlur á samkeppni. Samkeppnisráð beinir þeim tilmælum til landbúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að heildsöluverðlagning á búvöru verði gefin frjáls svo fljótt sem auðið er.

Í nýju áliti Samkeppnisráðs segir að verðlagning verðlagsnefndar búvara á mjólk og mjólkurvörum fari gegn markmiðum samkeppnislaga. Eins og rakið er í tilkynningu frá SVÞ-Samtökum verslunar og þjónustu segir í niðurstöðum álitsgerðarinnar að virkri samkeppni stafi veruleg hætta af samráði afurðastöðva í mjólkuriðnaði sem felist í verðtilfærslu og samningum um verkaskiptingu afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Einnig segir að af samningum um verðtilfærslur leiði augljósar beinar hömlur á samkeppni. Samkeppnisráð beinir þeim tilmælum til landbúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að heildsöluverðlagning á búvöru verði gefin frjáls svo fljótt sem auðið er.

Erindi SVÞ
Ástæða þess að Samkeppnisráð ályktar í málinu er beiðni SVÞ-Samtaka verslunar og þjónustu um að skorið verði úr um hvort opinber verðákvörðun á landbúnaðarafurðum standist samkeppnislög. Beiðni SVÞ var send Samkeppnisstofnun í nóvember á síðasta ári í kjölfar samkomulags sem landbúnaðarráðherra og Bændasamtökin gerðu um framlengingu á starfsemi verðlagsnefndar til júní 2004 og ákvörðunar nefndarinnar um hækkun á heildsöluverði mjólkurvara um 6% um síðustu áramót.

Vonbrigði að einungis sé um álit að ræða
Þó að SVÞ fagni þessu opinbera áliti Samkeppnisstofnunar sem staðfestir skilning samtakanna á málinu, þá veldur það vonbrigðum að þetta er álit en ekki úrskurður sem skylt er að fara eftir, að því er segir í tilkynningu samtakanna. Ástæðan er sú, að sérákvæði búvörulaga ganga framar samkeppnislögum. Það er því á valdi landbúnaðarráðherra að bregðast við þessu áliti eða að hundsa það og halda uppteknum hætti. Loks segir í tilkynningu SVÞ að því verði vart trúað að ráðherra taki ekki mið af þessu opinbera áliti og stuðli að virkri samkeppni, og að jafnframt hljóti fulltrúar launþega í Verðlagsnefnd búvara að endurskoða störf sín og þátttöku í nefndinni í ljósi álits Samkeppnisstofnunar.  

Samtök atvinnulífsins