Hár starfsmannakostnaður beinir fjárfestingum úr landi

43% þýskra fyrirtækja hyggjast fjárfesta erlendis á þessu ári og hefur þetta hlutfall vaxið jafnt og þétt undanfarin ár. Þetta kemur fram í könnun DIHK, samtaka þýskra verslunarráða. Hagfræðingur samtakanna bendir á að starfsmannakostnaður í Þýskalandi sé með allra hæsta móti og segir nauðsynlegt að skera hann niður og auka sveigjanleika í vinnumarkaðs-löggjöfinni. Hár starfsmannakostnaður og ósveigjanlegt ráðningarumhverfi komi í veg fyrir að þýsk fyrirtæki fjárfesti heima fyrir.  Sjá nánar á fréttavef Bloomberg.