Halldór Árnason til SA

Halldór ÁrnasonHalldór Árnason, hagfræðingur, hefur verið ráðinn til starfa á hagdeild Samtaka atvinnulífsins og hefur Halldór þegar hafið störf. Halldór starfaði áður sem skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu og staðgengill ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins um sjö ára skeið. Áður starfaði hann m.a. sem skrifstofustjóri fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins og Fjárlaga- og hagsýslustofnunar í um áratug.