Hagstæðari skatta fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og hagkvæmari endurskoðun

Á Smáþingi sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 10. október verður m.a. fjallað um skynsamlegar skattabreytingar fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og nýja hagkvæma nálgun í endurskoðun þeirra.  Andri Gunnarsson og  Páll Jóhannesson lögmenn hjá Nordik Lögfræðiþjónustu munu fjalla um fjalla um breytingar á skattkerfinu sem geta komið eigendum smárra fyrirtækja til góða og aukið tekjur ríkissjóðs. Þá mun Þorvarður Gunnarsson, forstjóri Deloitte, fjalla um tillögur sem gera litlum og meðalstórum fyrirtækjum auðveldara að endurskoða ársreikning sinn með minni tilkostnaði.

Dagskrá Smáþings má nálgast hér

Hægt er að skrá þátttöku hér

Á Smáþingi verður stofnaður nýr vettvangur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi undir merkjum Litla Íslands. Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA standa að þinginu en þar verða málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi í kastljósinu. Birtar verða tölur um umfang og mikilvægi smáfyrirtækja á Íslandi, framtakssemi Íslendinga verður mæld með hjálp Capacent og reynt verður að meta hversu mörg störf lítil og meðalstór fyrirtæki geti skapað á næstu 3-5 árum. Fjöldi frumkvöðla og fyrirlesara stíga á stokk.