Hagsæld í Hafnarfirði

Samtök atvinnulífsins og Alcan á Íslandi efna til stefnumóts fyrirtækja í Hafnarfirði föstudaginn 2. febrúar frá kl. 7:45-10:00 í Hafnarborg. Þar verður rætt um framtíðarþróun atvinnulífs í Hafnarfirði, stækkun álversins í Straumsvík og fyrirhugaða kosningu Hafnfirðinga um nýtt deiliskipulag við álverið. Leitað verður svara við áleitnum spurningum. Til hvers að stækka álverið og hvað felst í stækkun? Hvaða áhrif hefur stækkunin á önnur fyrirtæki í Hafnarfirði? Hvaða áhrif getur kosningin haft á fyrirtæki í Hafnarfirði? Hvað er í húfi fyrir Hafnarfjörð og Hafnfirðinga?

Stefnumótið byrjar með skráningu, kaffispjalli og morgunverðarhlaðborði sem stendur frá kl. 7:45-8:30 en þá hefst formleg dagskrá. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri, mun ræða um nýja tillögu að deiliskipulagi við Straumsvík, Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fjallar um stækkun álversins, Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins fjallar um áhrif Alcan á atvinnulíf í Hafnarfirði og Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri JRJ, fjallar um þýðingu viðskipta Alcan við fyrirtæki í Hafnarfirði. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, stýrir umræðum.

Yfirskrift stefnumótsins er Hagsæld í Hafnarfirði og er opið fulltrúum fyrirtækja í Hafnarfirði en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef SA - eða í síma 591 0000.

Vinsamlegast skráið þátttöku með því að smella hér.

Hagsæld í Hafnarfirði - dagskrá (PDF).