Efnahagsmál - 

18. september 2012

Hagkerfið í hægagangi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hagkerfið í hægagangi

Samanlögð fjárfesting hins opinbera í vegum og brúm, götum og holræsum og í byggingum á þess vegum var á núvirði um 43,6 milljarðar 2009 en var aðeins 24,1 milljarður í fyrra. Sömu sögu er að segja af fjárfestingum í íbúðar- og atvinnuhúsnæði en þær voru á núvirði um 86,6 milljarðar 2009 en 79,8 milljarðar í fyrra. Séu báðir flokkar lagðir saman kemur í ljós að samtals var fjárfest í þessum fimm liðum fyrir 130,2 milljarða á núvirði árið 2009 en fyrir tæpa 104 milljarða króna árið 2011. Munurinn er 26 milljarðar en það fer nærri byggingarkostnaði Hörpunnar.

Samanlögð fjárfesting hins opinbera í vegum og brúm, götum og holræsum og í byggingum á þess vegum var á núvirði um 43,6 milljarðar 2009 en var aðeins 24,1 milljarður í fyrra. Sömu sögu er að segja af fjárfestingum í íbúðar- og atvinnuhúsnæði en þær voru á núvirði um 86,6 milljarðar 2009 en 79,8 milljarðar í fyrra. Séu báðir flokkar lagðir saman kemur í ljós að samtals var fjárfest í þessum fimm liðum fyrir 130,2 milljarða á núvirði árið 2009 en fyrir tæpa 104 milljarða króna árið 2011. Munurinn er 26 milljarðar en það fer nærri byggingarkostnaði Hörpunnar.

Fjallað er um málið í fréttaskýringu Morgunblaðsins í dag, 18. september, en blaðið byggir úttekt sína á endurskoðaðri útgáfu Hagstofu Íslands yfir landsframleiðsluna á Íslandi í fyrra. Nýjar tölur Hagstofunnar yfir veltu í mannvirkjagerð ber að sama brunni en þær eru sóttar í veltu fyrirtækja út frá vsk-skýrslum. Reiknast Hagstofunni til að veltan á fyrstu sex mánuðum þessa árs sé um 50,4 milljarðar eða ríflega sjö milljörðum króna minni á núvirði en veltan á sama tímabili árið 2010.

"Vekur það athygli í ljósi þeirrar greiningar stjórnvalda að árið 2010 marki botninn í niðursveiflunni eftir efnahagshrunið haustið 2008," segir í umfjöllun Morgunblaðsins.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir þessar veltutölur vitna um að hagkerfið sé í hægagangi.

"Þessar tölur sýna að við erum áfram að hjakka í sama farinu. Ef spár um hagvöxt á næsta ári ganga eftir verður samanlagður hagvöxtur á árunum 2011, 2012 og 2013 um 8%. Það er langt frá væntingum okkar um samtals tæplega 14% hagvöxt á tímabilinu. Þessi mikli munur kemur fram í mannvirkjageiranum," segir Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið og bendir á að hagvöxtur eftir kreppu sé jafnan mikill, þegar vöxtur tekur við af slaka.

Hermann Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Ístaks, kveðst eiga erfitt með að leggja mat á markaðinn í heild þar sem Ístak sé ekki mikið í íbúðabyggingum. Hitt sé ljóst að frá hruni hafi ekki verið tekin ákvörðun um eitt einasta stórt verkefni. Þá sé fjárfesting hins opinbera í vegum í ár sú minnsta í fjörutíu ár, sem hlutfall af landsframleiðslu.

"Hvað varðar framkvæmdir fyrir verktaka er klárt að það er ekkert að gerast," segir Hermann sem kveðst aðspurður ekki sjá merki um miklar breytingar á næsta ári.

Sjá nánar í Morgunblaðinu 18. september 2012

Samtök atvinnulífsins