Efnahagsmál - 

17. mars 2003

Hætta á efnahagslegri stöðnun innan ESB

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hætta á efnahagslegri stöðnun innan ESB

UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, hafa gefið út skýrslu um horfur í efnahagsmálum Evrópusambandslandanna, byggða á könnunum aðildarsamtakanna í aðildarríkjum ESB sem gerðar voru í febrúar sl. Samkvæmt þeim reikna fyrirtæki innan ESB að jafnaði með 1,4% hagvexti á þessu ári, 1,2% ef eingöngu er horft til evrusvæðisins. Hætta er sögð á stöðnun í efnahagslífi álfunnar, verði ekkert að gert.

UNICE, Evrópusamtök atvinnulífsins, hafa gefið út skýrslu um horfur í efnahagsmálum Evrópusambandslandanna, byggða á könnunum aðildarsamtakanna í aðildarríkjum ESB sem gerðar voru í febrúar sl. Samkvæmt þeim reikna fyrirtæki innan ESB að jafnaði með 1,4% hagvexti á þessu ári, 1,2% ef eingöngu er horft til evrusvæðisins. Hætta er sögð á stöðnun í efnahagslífi álfunnar, verði ekkert að gert.

Lissabon-markmiðin
Í skýrslunni er megináherslan lögð á að leiðtogar aðildarríkja ESB verði að reyna að hrinda Lissabon-markmiðunum svonefndu frá árinu 2000 í framkvæmd, en þar var mörkuð sú stefna að ESB yrði samkeppnishæfasta hagkerfi veraldar árið 2010. UNICE kalla eftir aðgerðum í því sambandi og benda m.a. á að hagvöxtur sé lítill í álfunni, fjárfestingar litlar og launakostnaður alltof hár. Lækka þarf kostnað og skattbyrði evrópskra fyrirtækja og draga úr opinberri reglubyrði, að mati UNICE sem lagt hefur fram ýmsar tillögur til úrbóta.

Sjá skýrslu UNICE um horfur í efnahagsmálum ESB-ríkjanna á heimasíðu UNICE.

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru bæði aðilar að UNICE, en komu ekki að gerð skýrslunnar sem snýr eingöngu að efnahagshorfum innan ESB.

Samtök atvinnulífsins