Efnahagsmál - 

21. Júní 2010

Hækkun lífeyrisaldurs verði skoðuð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hækkun lífeyrisaldurs verði skoðuð

Samtök atvinnulífsins telja að skoða beri hækkun lífeyrisaldurs og tengingu hans við lengri meðalævi þjóðarinnar. Miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar á aldurssamsetningu Íslendinga á næstu áratugum þar sem eldra fólki mun fjölga hlutfallslega og fólki á vinnualdri mun jafnframt fækka hlutfallslega. SA telja því að það hljóti að koma til alvarlegrar skoðunar að hækka almennan aldur til töku lífeyris á næstunni úr 67 árum í 68 ár hjá almennu lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun og hækka jafnframt þennan aldur hjá lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna úr 65 í 68 ár. Þetta kemur m.a. fram í nýju riti SA Nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.

Samtök atvinnulífsins telja að skoða beri hækkun lífeyrisaldurs og tengingu hans við lengri meðalævi þjóðarinnar. Miklar breytingar eru fyrirsjáanlegar á aldurssamsetningu Íslendinga á næstu áratugum þar sem eldra fólki mun fjölga hlutfallslega og fólki á vinnualdri mun jafnframt fækka hlutfallslega. SA telja því að það hljóti að koma til alvarlegrar skoðunar að hækka almennan aldur til töku lífeyris á næstunni úr 67 árum í 68 ár hjá almennu lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun og hækka jafnframt þennan aldur hjá lífeyrissjóðum opinberra starfsmanna úr 65 í 68 ár. Þetta kemur m.a. fram í nýju riti SA Nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2.

Fréttastofa Stöðvar 2 ræddi m.a. við Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóra SA. Hannes segir að margar þjóðir hafi nú þessa leið til athugunar og spurning hvort Íslendingar eigi ekki að skoða hana líka í stað þess að þurfa að horfa upp á stöðugar skerðingar á lífeyrisgreiðslum vegna lengingar meðalævi þjóðarinnar.

Hlutfall fólks á vinnualdri og eldra fólks

Samtök atvinnulífsins leggja til að hækkun lífeyrisaldurs megi framkvæma í nokkrum áföngum t.d. með lengingu um þrjá mánuði í senn. Núverandi sveigjanleika verði jafnframt viðhaldið, eða hann jafnvel aukinn, þannig að fólk geti hafið töku lífeyris á nokkura ára bili, t.d. 65-72 ára, bæði hjá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun.

Eftir að slík skref hafa verið stigin hlýtur að koma til skoðunar að tengja lífeyrisaldur við lengingu meðalævi, eins og einstaka ríki hafa ákveðið að gera, og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur nýlega lagt til við Spánverja að gert verði þar í landi. Smelltu til að sækja rit SA

Sjá nánar:

Frétt Stöðvar 2 - 20. júní 2010

Rit SA:

 

Nauðsynlegar umbætur í fjármálum hins opinbera. Tillögur SA í júní 2010 (PDF)

Fjallað er um félagslega tryggingakerfið og lífeyrismálin á bls. 32.

Samtök atvinnulífsins