Efnahagsmál - 

15. mars 2002

Hægt að sættast á sjávarútvegsstefnu ESB?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hægt að sættast á sjávarútvegsstefnu ESB?

Í erindi Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra um íslensk utanríkismál, sem hann flutti í Berlín í gær, fjallaði hann nokkuð ítarlega um afstöðu Íslendinga til sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB, í tengslum við umræður um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Meginskilaboð Halldórs voru þau að framkvæma mætti núverandi stefnu sambandsins með þeim hætti að Íslendingar gætu sætt sig við hana sem aðildarríki. Þar lagði hann einkum áherslu á að Íslandsmið yrðu skilgreind sem sérstæð mið með aðskilda fiskveiðistjórn, enda sameiginlegir stofnar hverfandi, auk beitingar á svokallaðri nálægðarreglu ESB gagnvart íslenskri fiskveiðistjórnun. Erindi Halldórs er að finna á heimasíðu utanríkisráðuneytisins.

Í erindi Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra um íslensk utanríkismál, sem hann flutti í Berlín í gær, fjallaði hann nokkuð ítarlega um afstöðu Íslendinga til sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB, í tengslum við umræður um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Meginskilaboð Halldórs voru þau að framkvæma mætti núverandi stefnu sambandsins með þeim hætti að Íslendingar gætu sætt sig við hana sem aðildarríki. Þar lagði hann einkum áherslu á að Íslandsmið yrðu skilgreind sem sérstæð mið með aðskilda fiskveiðistjórn, enda sameiginlegir stofnar hverfandi, auk beitingar á svokallaðri nálægðarreglu ESB gagnvart íslenskri fiskveiðistjórnun. Erindi Halldórs er að finna á heimasíðu utanríkisráðuneytisins.

Samtök atvinnulífsins