Efnahagsmál - 

02. febrúar 2009

Hægt að lækka vexti strax

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hægt að lækka vexti strax

Í verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar segir meðal annars að leitað verði markvissra leiða til að lækka vexti eins fljótt og kostur er. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, telur að ekkert geti komið í veg fyrir að hægt sé að lækka vexti strax þar sem búið er að mynda nýja ríkisstjórn. Hann segir í samtali við fréttastofu RÚV að Seðlabankinn hafi gefið út að vextir hafi ekki verið lækkaðir vegna óvissu í stjórnmálaástandinu. Þeirri óvissu hafi verið eytt fram að kosningum og því hægt að lækka vexti.

Í verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar segir meðal annars að leitað verði markvissra leiða til að lækka vexti eins fljótt og kostur er. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur Egilsson, telur að ekkert geti komið í veg fyrir að hægt sé að lækka vexti strax þar sem búið er að mynda nýja ríkisstjórn. Hann segir í samtali við fréttastofu RÚV að Seðlabankinn hafi gefið út að vextir hafi ekki verið lækkaðir vegna óvissu í stjórnmálaástandinu. Þeirri óvissu hafi verið eytt fram að kosningum og því hægt að lækka vexti.

Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV en rætt var við Vilhjálm og Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, í Síðdegisútvarpinu á Rás 2.

Sjá nánar:

Frétt RÚV 2. febrúar

Viðtal við Vilhjálm í Síðdegisútvarpinu á Rás 2  

Samtök atvinnulífsins