Hægt að flytja vel launuð störf til landsins
Össur og Marel munu fjárfesta fyrir um 6 milljarða króna í rannsóknar- og þróunarstarfi á árinu. Að stórum hluta fer það fram erlendis en með tiltölulega einföldum aðgerðum má flytja stærra hlutfall þessarar starfsemi til Íslands og skapa vel launuð störf. Þetta kemur fram í viðtali SA við Þórð Magnússon, stjórnarformann Eyris Invest, en þar fjallar Þórður um hugmyndir sem hann hefur sett fram til að liðka fyrir sköpun starfa á Íslandi.
Þess má geta að fjárfesting Össurar og Marel á þessu ári í rannsóknar- og þróunarstarfi er helmingurinn af þeirri fjárhæð sem íslenska ríkið ver til Háskóla Ísland og Háskólans í Reykjavík á árinu 2009.
Eyrir er kjölfestufjárfestir í Össuri og Marel.