Gústaf Adolf frá SA til Samorku

Gústaf Adolf Skúlason, sem frá ársbyrjun 2001 hefur gegnt starfi forstöðumanns stefnumótunar- og samskiptaviðs Samtaka atvinnulífsins, hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka raforku-, hita- og vatnsveitna. Gústaf mun hefja störf hjá Samorku um áramót og mun m.a. starfa að upplýsinga- og kynningarmálum. Samtök atvinnulífsins þakka Gústafi fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Við starfi forstöðumanns stefnumótunar- og samskiptasviðs SA tekur Pétur Reimarsson sem undanfarin tvö og hálft ár hefur gegnt starfi verkefnastjóra á sviðinu.