Guðrún S. Eyjólfsdóttir til SA

Guðrún S. Eyjólfsdóttir hefur hafið störf sem verkefnastjóri á stefnumótunar- og samskiptasviði Samtaka atvinnulífsins. Guðrún mun einkum sinna verkefnum er tengjast menntamálum. Guðrún er með BA-gráðu í frönsku og bókmenntum frá Háskóla Íslands en hún starfaði áður sem sérfræðingur í sjávarútvegsráðuneytinu. Þar sinnti hún m.a. ráðgjöf í umhverfismálum og tók þátt í fundum Sameinuðu þjóðanna um hafréttarmál. Á árunum 2002-2004 var Guðrún fulltrúi sjávarútvegsráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel. Áður starfaði Guðrún m.a. sem fréttamaður á fréttastofu Útvarps.