Guðrún Johnsen til RAND Corporation

Guðrún Johnsen, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnu-lífsins, hefur þekkst boð rannsóknarstofnunarinnar RAND Corporation um rannsóknarstöðu hjá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Santa Monica, Kaliforníu. Mun hún hefja þar störf í febrúar. Samtökin þakka Guðrúnu vel unnin störf og óska henni velfarnaðar í nýju starfi.