Guðrún Björk Bjarnadóttir til SA

Guðrún Björk Bjarnadóttir héraðsdómslögmaður hefur hafið störf á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins. Guðrún Björk er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og er með LL.M gráðu í Evrópurétti frá Stokkhólmsháskóla. Áður starfaði Guðrún sem lögmaður á LOGOS lögmannsþjónustu auk þess sem hún hefur verið stundakennari í félagarétti við bæði Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík.