Guðlaugur Stefánsson til hagdeildar SA

Guðlaugur Stefánsson hagfræðingur hefur verið ráðinn til starfa á hagdeild Samtaka atvinnulífsins og hefur hann störf í ársbyrjun 2005. Guðlaugur er með M.Sc.-gráðu í hagfræði frá Lundúnaháskóla og hefur undanfarin fimm ár starfað sem yfirhagfræðingur Samkeppnisstofnunar. Áður starfaði Guðlaugur m.a. sem hagfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA, Landssambandi iðnaðarmanna og Framkvæmdastofnun ríkisins.