Guðlaugur Stefánsson til eftirlitsstofnunar EFTA

Guðlaugur Stefánsson

Guðlaugur Stefánsson, hagfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, hefur verið ráðinn til starfa hjá eftirlitstofnun EFTA (ESA) og hefur hann látið af störfum hjá SA. Samtök atvinnulífsins þakka Guðlaugi fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi. Guðlaugur hóf störf hjá SA í ársbyrjun 2005. Hann starfaði m.a. sem yfirhagfræðingur Samkeppnisstofnunar og hagfræðingur hjá Eftirlitsstofnun EFTA áður en hann hóf störf hjá SA.