Guðjón Axel Guðjónsson til Samtaka atvinnulífsins

Guðjón Axel GuðjónssonGuðjón Axel Guðjónsson, lögfræðingur, hefur hafið störf á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins. Guðjón hefur undanfarin 14 ár starfað í iðnaðarráðuneytinu, þar af síðustu fjögur árin sem skrifstofustjóri orkumála. Hann var í tvö ár fulltrúi iðnaðar- og viðskiptaráðuneyta í fastnefnd Íslands í Brussel gagnvart Evrópusambandinu.

Þekking hans og reynsla mun nýtast samtökunum vel við stefnumörkun samtakanna, gerð umsagna um þingmál og samskipti við Alþingi og stjórnvöld. Guðjón mun ásamt öðrum lögfræðingum SA veita aðildarfyrirtækjum samtakanna ráðgjöf í vinnumarkaðs- og vinnuréttarmálum og taka þátt í kjarasamningagerð SA.

Samtök atvinnulífsins bjóða Guðjón velkominn til starfa.

Sími Guðjóns á skrifstofu SA, 591-0007.

Netfang: gudjon@sa.is