Greitt verði úr vanda fyrirtækja

Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ekkert bera á "viðspyrnunni" sem mönnum hafi verið tamt að tala um í sambandi við endurreisn efnahagslífsins. Hann tekur undir gagnrýnisraddir sem segja stöðugleikasáttmála um aðgerðir til að vinna þjóðina út úr kreppunni hafi setið á hakanum. Hannes segir að það verði að greiða úr vanda fyrirtækjanna í landinu sem öll bíði aðgerða og nú þegar verði að fara í framkvæmdir, til dæmis þær sem lífeyrissjóðirnir eru tilbúnir að fjárfesta í.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu 5. september m.a. gagnrýni ASÍ og Starfsgreinasambandsins á aðgerðaleysi stjórnvalda sem skrifuðu undir stöðugleikasáttmála um fjölþættar aðgerðir í júní.

Sjá nánar:

Vefútgáfa Fréttablaðsins 5. september