Gögn frá Skattadegi Deloitte 2011

Skattadagur Deloitte, haldinn í samstarfi við Samtök atvinnulífsins, Viðskiptaráð Íslands og Viðskiptablað Morgunblaðsins, fór fram á Grand Hótel Reykjavík í morgun. Fjármálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon, setti fundinn en Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, fór yfir þær verulegu skattkerfisbreytingar sem stjórnvöld hafa ráðist í og neikvæð áhrif sem af þeim hafa hlotist. Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands lögðu fram á haustdögum 2010 ítarlegt rit um skattkerfi atvinnulífsins og þær breytingar sem nauðsynlegt er að ráðast í til að endurreisn atvinnulífisins geti hafist og tekjur ríkisins aukist til að standa undir velferðarkerfinu.

Tillögur SA og VÍ varðandi skattamálin má nálgast hér að neðan en í máli Finns Oddsonar kom fram að lítið samráð hafi verið haft við atvinnulífið þrátt fyrir mjög umfangsmiklar breytingar á skattkerfinu sem hafi haft bein áhrif á hegðun fólks og fyrirtækja. Nefndi Finnur t.d. að yfirvofandi hækkun á erfðaskatti hafi til dæmis leitt til mikillar aukningar á fyrirframgreiddum arði fyrir síðustu áramót og þá hafi hækkanir á áfengisgjöldum valdið því að brugg hefur aukist í landinu. Ýmsar misráðnar breytingar hafi valdið ríkissjóði beinum tekjumissi.

Finnur benti þó á að með skynsamlegum reglum megi auka skatttekjur ríkissjóðs eins og átakið Allir vinna sanni, en þar var skattaívilnunum beitt til að auka umsvif á byggingarmarkaði og þar með tekjur ríkissjóðs, auka atvinnu iðnaðarmanna og draga úr svartri vinnu.

Glærur Finns og annarra frummælenda má nálgast hér að neðan. Fundarstjóri var Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Sjá nánar:

Skattkerfi atvinnulífsins - smelltu til að lesa

Skattkerfi atvinnulífsins-  tillögur SA og VÍ til umbóta (PDF)

Kynningar frá Skattadegi Deloitte 2011:

Skattar og skynsamleg viðbrögð - Finnur Oddsson, VÍ   (PDF)

Höft á fjárfestingum - Hólmfríður Kristjánsdóttir, Deloitte   (PDF)

Skattabreytingar - lausnir eða vandamál? - Vala Valtýsdóttir, Deloitte  (PDF)

Samspil skatta - áhrif skattahækkana - Sigurður Páll, Deloitte   (PDF)