Gögn frá frá ráðstefnu um framtíð fasteignalána

Ríflega 200 gestir sóttu ráðstefnu Alþýðusambands Íslands, Íbúðalánasjóðs og Samtaka fjármálafyrirtækja um framtíð fasteignalána á Íslandi í morgun. Á ráðstefnunni fóru sérfræðingar yfir stöðu mála á fasteignalánamarkaðnum út frá mismunandi sjónarhornum og vörpuðu ljósi á framtíðarhorfurnar. Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri Grænna tóku síðan þátt í pallborðsumræðum um áherslur stjórnmálaflokkanna í þessum málum.

Umfjöllun um ráðstefnuna og glærur frummælenda má nálgast á vef SFF.