Góður vilji til breytinga á skattheimtu

"Ljóst er að góður vilji stendur til þess hjá báðum stjórnarflokkunum að vinna að breytingum á skattheimtu, sem eru til þess fallnar að auka hér umsvif og tryggja að forsendur fyrirtækjareksturs séu upp á það allra besta hér á landi. Dæmin sanna að heildartekjur ríkissjóðs þurfa ekki að lækka þótt skattareglurnar séu gerðar sanngjarnari", sagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, m.a. í ávarpi sínu á aðalfundi SA.  Sjá erindi forsætisráðherra.