Góðu gengi í ferðaþjónustu fagnað

Í ályktun aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar er góðu gengi í íslenskri ferðaþjónustu á síðasta ári fagnað. Aukning gjaldeyristekna um 18%, fjölgun erlendra ferðamanna um 13% og aukning gistinátta á hótelum og gistiheimilum um 10% sé árangur sem hafi m.a. skapast af hagstæðri gengisþróun og auknu sætaframboði til landsins. Miklar breytingar hafi orðið á markaðsstarfi og því sé mikilvægt að horfa til framtíðar við skipulag landkynningar og markaðsmála í síaukinni samkeppni á alþjóðamarkaði. Í ályktuninni er ítrekuð sú skoðun ferðaþjónustunnar að skilja eigi á milli markaðsstarfsemi og annarrar stjórnsýslustarfsemi Ferðmálastofu. Sjá nánar á vef SAF